Sony Xperia X Compact - Stillingar fyrir internet og MMS

background image

Stillingar fyrir internet og MMS

Til að senda margmiðlunarskilaboð eða komast á netið þegar ekkert Wi-Fi net er til staðar

þarftu að vera með virka farsímatengingu með réttum internet- og MMS-stillingum. Hér

eru nokkrar ábendingar:

Í flestum farsímakerfum og hjá flestum símafyrirtækjum eru internet- og MMS-stillingar

forstilltar í tækinu. Þú getur þá byrjað að nota internetið og senda margmiðlunarskilaboð

undir eins.

Það er hægt að sækja þessar stillingar í gegnum Wi-Fi.

Þú getur hvenær sem er bætt við og breytt eða eytt internet- og MMS-stillingum í tækinu.

Ef þú breytir eða eyðir internet- eða MMS-stillingu óvart skaltu sækja stillingarnar aftur.

Ef þú kemst ekki á netið í gegnum farsímakerfi eða ef margmiðlunarskilaboð virka ekki

þótt internet- og MMS-stillingar hafi verið sóttar skaltu skoða ábendingar um úrræðaleit

fyrir tækið þitt á

www.sonymobile.com/support/

vegna vandamála með þjónustusvæði,

gagnatengingu og MMS.

Ef kveikt er á STAMINA-stillingu til að spara orku er öll gagnumferð stöðvuð þegar slökkt

er á skjánum. Ef þetta veldur vandræðum með tengingu geturðu prófað að undanskilja

einhver forrit eða þjónustu frá stöðvun á gagnaumferð eða gera STAMINA-stillingu

tímabundið óvirka.

Ef þú notar tæki með fleiri en einum notanda getur aðeins eigandinn, þ.e. aðalnotandinn,

sótt internet- og skilaboðastillingar úr stillingavalmyndinni, en sóttar stillingar ná til allra

notenda.

Stillingum fyrir netið og MMS hlaðið niður

1

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Meira > Niðurhal stillinga.

3

Pikkaðu á

SAMÞYKKJA. Þegar stillingarnar hafa verið sóttar birtist á

stöðustikunni og það kviknar sjálfkrafa á gagnaumferð.

Ef ekki er hægt að sækja stillingar í tækið skaltu kanna sendistyrk farsíma eða

Wi-Fi

netkerfisins þíns. Farðu á opið svæði þar sem engin hindrun er eða nær glugga og reyndu

síðan aftur.

Internet- og MMS-stillingum bætt við

1

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Meira > Farsímakerfi.

3

Pikkaðu á

Heiti aðgangsstaða > .

4

Pikkaðu á

Nafn, sláðu inn heiti að þínu vali og pikkaðu á Í lagi.

5

Pikkaðu á

APN:, sláðu inn heiti aðgangsstaðarins og pikkaðu á Í lagi.

6

Sláðu inn allar umbeðnar upplýsingar. Ef þú veist ekki hvaða upplýsinga er krafist

skaltu hafa samband við símafyrirtækið til að fá frekari upplýsingar.

7

Þegar því er lokið pikkarðu á og síðan á

VISTA.

46

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Sóttar internet- og MMS-stillingar skoðaðar

1

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Meira > Farsímakerfi.

3

Pikkaðu á

Heiti aðgangsstaða.

4

Pikkaðu á hvaða atriði sem eru til staðar til að skoða meiri upplýsingar.