
Samsetning
Tækið þitt styður aðeins nano SIM-kort. Nano SIM-kortið og minniskortið hafa aðskildar
raufar í sömu höldu. Passaðu þig á að rugla þeim ekki saman.
Til að koma í veg fyrir gagnatap skaltu gæta þess að slökkva á tækinu eða aftengja
minniskortið áður en þú dregur út hölduna til að fjarlægja nano SIM-kortið eða minniskortið úr
tækinu.
Til að setja inn nano SIM kort og minniskort
1
Togaðu bakkann fyrir SIM-kort/minniskort út með nöglinni.
2
Settu SIM-kortið þannig að það snúi rétt í stöðu (1) eins og sýnt er á myndinni.
3
Settu minniskortið þannig að það snúi rétt í stöðu (2) eins og sýnt er á myndinni.
4
Ýttu bakkanum varlega aftur inn í raufina þar til hann fer á sinn stað.
8
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

Nano SIM-kortið fjarlægt
1
Láttu skjáinn vísa niður og opnaðu hlífina fyrir nano SIM-kort/minniskort.
2
Togaðu kortabakkann fyrir nano SIM-kort/minniskort út með nöglinni.
3
Fjarlægðu nano SIM-kortið og ýttu bakkanum varlega aftur inn í raufina þar til hann
fer á sinn stað.
Minniskortið fjarlægt
1
Annaðhvort slökktu á tækinu eða aftengdu minniskortið undir
Stillingar > Geymsla
og minni > > Ítarlegt > Geymsla > við hliðina á SD-kort.
2
Láttu skjáinn vísa niður og opnaðu hlífina fyrir nano SIM-/minniskortið.
3
Togaðu kortabakkann fyrir nano SIM-kort/minniskort út með nöglinni.
4
Fjarlægðu minniskortið og ýttu bakkanum varlega aftur inn í raufina þar til hann fer
á sinn stað.