Tekið á móti símtölum
Ef þú tekur við símtali þegar tækið er í svefnstillingu eða skjárinn er læstur opnar
símaforritið í fullu skjásniði. Ef þú tekur við símtali þegar kveikt er á skjánum er það birt á
skjánum sem viðvörunartilkynningu, það er, í litlum glugga sem flýtur efst á þeim skjá sem
er opinn. Þegar svona tilkynning kemur getur þú valið að svara símtalinu og opna
símaforritaskjáinn eða þú getur hafnað símtalinu og verið á núverandi skjá.
Símtali svarað þegar skjárinn er óvirkur
•
Þegar símtal berst dregur þú til hægri.
Símtali svarað þegar skjárinn er virkur
•
Þegar símtal berst pikkarðu á
SVARA í tilkynningunni sem birtist efst á skjánum.
Í staðinn fyrir að svara símtalinu geturðu opnað aðalforritaskjá símans með því að pikka á
tilkynningagluggann. Með þessari aðferð bjóðast fleiri símtalsvalkostir. Til dæmis er hægt að
hafna símtalinu með skilaboðum.
Símtali hafnað þegar skjárinn er virkur
•
Þegar símtal berst dregur þú til vinstri.
Símtali hafnað þegar skjárinn er virkur
•
Þegar símtal berst pikkarðu á
Hunsa í tilkynningunni sem birtist efst á skjánum .
Í staðinn fyrir að hafna símtalinu getur þú farið í aðalsímaforritaskjáinn með því að pikka á efri
hluta viðvörunartilkynningargluggans. Við það að nota þessa aðferð færðu fleiri valkosti til að
vinna með símtalið. Það er t.d. hægt að hafna símtalinu með skilaboðum.
Slökkt á hringitóni fyrir móttekið símtal
•
Þegar þú færð símtal, ýtirðu á hljóðstyrkstakkann.
Símtali hafnað með textaskilaboðum
Þú getur hafnað símtali með textaskilaboðum sem eru send sjálfkrafa til hringjandans og
vistuð í samtalssögunni við tengiliðinn.
Þú getur valið úr fjölda fyrirfram ákveðinna skilaboða í tækinu eða búið til eigin skilaboð.
Þú getur einnig búið til sérsniðin skilaboð með því að breyta þeim sem fyrir eru.
Símtali hafnað með textaskilaboðum þegar slökkt er á skjánum
1
Þegar símtal berst skaltu pikka á
SVARVALKOSTIR.
2
Veldu forstillt skilaboð eða pikkaðu á
Skrifa ný skilaboð.
68
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Símtali hafnað með textaskilaboðum þegar kveikt er á skjánum
1
Þegar símtal berst pikkarðu á efri hluta tilkynningagluggans þar sem símanúmer
eða nafn tengiliðar birtist.
2
Pikkaðu á
SVARVALKOSTIR.
3
Veldu forstillt skilaboð eða pikkaðu á
Skrifa ný skilaboð.
Öðru símtali hafnað með skilaboðum
1
Þegar þú heyrir endurtekið píp meðan á símtali stendur skaltu pikka á
SVARVALKOSTIR.
2
Veldu forstillt skilaboð eða pikkaðu á
Skrifa ný skilaboð.
Textaskilaboðum sem notuð eru til að hafna símtali breytt
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Símtal > Hafna símtali með skilaboðum.
3
Pikkaðu á skilaboðin sem þú vilt nota og breyttu þeim ef þú vilt.
4
Pikkaðu á
Í lagi.