
Skjánum læst og hann opnaður
Þegar kveikt er á tækinu og það er látið vera aðgerðalaust í ákveðinn tíma myrkvast
skjárinn til að spara rafhlöðuna og hann læsist sjálfkrafa. Þessi læsing hindrar óæskilegar
aðgerðir á snertiskjánum þegar þú ert ekki að nota hann. Þegar þú kaupir tækið er
einföld strokulæsing þegar stillt. Það þýðir að þú þarft að strjúka upp á skjánum til að
opna hann. Þú getur breytt öryggisstillingum og öðrum lásum síðar. Sjá
Skjálás
á bls. 11.
Til að kveikja á skjánum
•
Ýttu stutt á rofann .
22
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

Skjánum læst
1
Þegar kveikt er á skjánum skaltu ýta stuttlega á aflrofann .
2
Einnig geturðu tvípikkað hvar sem er á heimaskjánum. Til að virkja þennan
eiginleika snertirðu og heldur inni hvaða svæði sem er á heimaskjánum þar til
tækið titrar, pikkar svo á og pikkar á sleðann við hliðina á Tvípikka til að svæfa.